Viđhald PPL Skírteinis

  Flugnámiđ   Námiđ er bćđi bóklegt og verklegt.  Ef flugneminn er orđinn 16 ára og hefur á einkaflugmannsnámskeiđinu flogiđ minnst 12 tíma  međ kennara,

PPL Skírteini

 

Flugnámið

 

Námið er bæði bóklegt og verklegt.  Ef flugneminn er orðinn 16 ára og hefur á einkaflugmannsnámskeiðinu flogið minnst 12 tíma  með kennara, sem telur hann hæfan, getur hann eftir fyrsta einflug sótt um flugnemaskírteini hjá skírteinadeild flugöryggissviðs Flugmálastjórnar.  Fyrir fyrsta einflug þarf heilbrigðisvottorð sem fluglæknir gefur út.

Bóklegt einkaflugmannsnámskeið fer fram samkvæmt sérstakri námskrá sem í felast 9 námsgreinar.  Að loknu námskeiði heldur Flugmálastjórn bókleg einkaflugmannspróf, sem þarf að ljúka á ekki lengri tíma en 18 mánuðum með einkunn ekki lægri en 75% í öllum námsgreinum.  Áður en 24 mánuðir eru liðnir frá því að bóklegu prófi lauk þarf verklegu námskeiði og prófi að vera lokið, minnst 45 fartímum, þar af m.a. 25 fartímum með kennara og 10 einflugstímum.

Verklegt einkaflugmannspróf.  Þegar öllu námi er lokið fær flugneminn útskrift frá skólanum og sækir um verklegt einkaflugmannspróf, s.k. færnipróf,  hjá prófdómara Flugmálastjórnar. Það er sótt um í skírteindeild flugöryggissviðs Flugmálastjórnar. Prófið þarf að taka áður en 6 mánuðir eru liðnir frá því að verklegu námi lauk.  Bóklegum prófum þarf alltaf að vera lokið áður en verkleg próf eru þreytt. Að færniprófi loknu er sótt um einkaflugmannsskírteini hjá skírteinadeild en til þess þarf umsækjandi að vera orðinn 17 ára og vera handhafi 2. flokks heilbrigðisvottorðs.  Til að byrja með fá einkaflugmenn yfirleitt áritun á litlar einshreyfils landflugvélar með bulluhreyfli, s.k. flokksáritun.

 

 Hvað má handhafi flugnemaskírteinis gera?

- Hann má fljúga einn undir handleiðslu flugkennara á verklegu námskeiði fyrir einkaflugmanns­skírteini.

 

Hvað má  handhafi einkaflugmannsskírteinis gera?

- Hann má, ef skírteinið og heilbrigðisvottorðið er í gildi, stjórna öllum þeim flugvélum sem hann hefur áritun á sem í gildi eru.  Hann má fljúga með farþega en ekki taka greiðslu fyrir.  Hann er ekki atvinnuflugmaður. Til að flytja farþega þurfa flugmenn að hafa áður framkvæmt 3 flugtök og 3 lendingar á síðustu 90 dögum á viðkomandi tegund loftfars.

  

Hvað er áritun í skírteini?

Til þess að geta neytt þeirra réttinda sem felast í skírteini flugmanns þarf skírteinið og áritanir í því að vera í gildi.

Til þess þarf að framlengja eða endurnýja áritanirnar með vissu millibili.

Framlenging (revalidation) er gerð þegar áritanir eru ennþá í gildi

Endurnýjun (renewal) þarf þegar þær eru fallnar úr gildi. Fyrir endurnýjun eru oft gerðar meiri kröfur. 

Gildistími skírteina er 5 ár og þarf að endurútgefa þau á 5 ára fresti.

 

 

 

 

Flugmálastjórn Íslands

 

L-4.427

Bókleg próf sem krafist er vegna útrunnina áritana í einkaflugmannsskírteini

 

Renni flokks- eða tegundaráritanir í einkaflugmannsskírteini út í langan tíma gilda eftirfarandi reglur um kröfur til bóklegra prófa til að endurnýja skírteini:

 

            <3 ár

Hafi flokksáritun runnið út allt að þremur árum þarf umsækjandi ekki að þreyta nein bókleg próf á ný.

 

3-5 ár

Hafi flokksáritun runnið út lengur en þrjú ár en skemur en fimm ár skal umsækjandi þreyta bókleg próf á ný í flugreglum.

 

5-7 ár

Hafi flokksáritun runnið út lengur en fimm ár en skemur en sjö ár skal umsækjandi þreyta bókleg próf á ný í flugreglum, ásamt heilbrigðisfræði.

 

>7 ár

Hafi flokksáritun runnið út lengur en sjö ár skal umsækjandi þreyta próf í flugreglum, afkastagetu og áætlanagerð, flugleiðsögu (fræðihluti), flugveðurfræði og heilbrigðisfræði.  Ef viðkomandi umsækjandi situr námskeið hjá flugskóla til upprifjunar og lýkur skólaprófum aftur er nóg að sitja próf Flugmálastjórnar í flugreglum.

 

Ef umsækjandi hefur áður verið handhafi skírteinis af hærra stigi (CPL, ATPL) er að jafnaði ekki gerð krafa um nein bókleg próf.  Ef um er að ræða aðra marktæka og nýlega reynslu við flug er heimilt að minnka ofangreindar kröfur skv. Mati prófstjóra og deildarstjóra hverju sinni.

 

Ofangreind próf er hægt að sækja um að taka hjá skírteinadeild flugöryggissviðs með stuttum fyrirvara.  Um er að ræða skyndipróf, og miðað er við að öll prófin séu tekin í einu.  Ef umsækjandi stenst ekki prófið eða hluta þeirra er nánari framvinda háð mati prófstjóra að höfðu samráði við deildarstjóra ef tilefni er til.

Svćđi

Innskráning

Kynning

  Flugskóli Akureyrar    |    Akureyrarflugvelli    |    Sími: 460 0300     |    flugnam[hjá]flugnam.is