Shortcuts
Enska
Latest news
Vöfflu-kaffið
Almennt - 02. October 2011 - Kristján Víkingsson - Views 510
Hið margrómaða og ágæta vöfflukaffi Vélflugfélags Akureyrar byrjar aftur eftir sumardvala laugardaginn 8. okt. Það verður
að venju í aðstöðu félagsins í Skýli 13 . Þess má geta að ný kaffivél hefur verið keypt og býður
hún upp á fleiri tegundir af drykkjum.
Veitingar , umræður og sögur að vanda.
Njótum þess !
Kynnisflug fyrir nemendur V.M.A. / M.A. / H.A.
Almennt - 01. October 2011 - - Views 519
Nemendur V.M.A. / M.A. / H.A. fá 50% afslátt á kynnisflugum í september - nóvember með framvísun
skólaskírteinis.. nýtið tækifærið og prófið að fljúga ódýrt.
Bóklegt námskeið hefst í byrjun janúar dagsetning ákveðin síðar , Flugskólinn mælir með að verklegi hlutinn
sé hafinn áður en bóklegt námskeið hefst .
Munið að bóka fyrirfram á heimasíðu okkar eða í síma 4600300
Flugkoma á Melgerðismelum ( BIMM )
Almennt - 07. August 2011 - Kristján Víkingsson - Views 491
Laugardaginn 13. ágúst verður Flugkoma og lendingarkeppni Vélflugfélags Akureyrar á Melgerðismelaflugvelli ( BIMM), ath. tíðni
119,9 Mhz sjá nánar á www.velflug.is
Flugmódelmót Melgerðismelaflugvelli
Almennt - 06. August 2011 - Kristján Víkingsson - Views 496
Helgina 5. til og með 7. ágúst er haldið hið árlega flugmódelmót Flugmódelfélags Akureyrar á Melgerðismelum. Margt
skemmtilegt verður til sýnis allt frá svifflugum til þotualdar, og ýmis flugtilþrif. Hátíðin stendur frá morgni til kvölds
þessa helgi og verða veitingar í Flugstöðinni Hyrnu
Flugmenn vinsamlegst sýnið aðgæslu og fljúgið austan Melgerðismela