Spurt og Svarað

Hvað er einkaflugmannspróf? Þegar þú hefur lokið einkaflugmannsnámi færðu réttindi til þess að fljúga með farþega og flugvél með allt að 5700 kg

Spurt og Svarað

Hvað er einkaflugmannspróf?
Þegar þú hefur lokið einkaflugmannsnámi færðu réttindi til þess að fljúga með farþega og flugvél með allt að 5700 kg hámarksmassa. Einkaflugpróf er fyrsta skrefið til atvinnuflugnáms, einnig er einkaflug frábært áhugamál og er fjöldi manns á Íslandi sem hefur flug einungis sem áhugamál

Hvað er solo (einflug)?
Þegar flugkennari telur nema vera orðinn nógu færan til að fljúga einan er hann sendur í solo, þ.e. þá fer nemandinn einn, en undir eftirliti kennara. Eftir það flýgur nemandi ýmist einn eða með kennara, en alltaf undir eftirliti kennara. Kennarinn ákveður hvaða æfingar flugneminn á að framkvæma í hvert skipti og kvittar fyrir í skírteini hans.

Hvað þarf marga flugtíma fyrir solopróf?
Lágmarks tímafjöldi til að fara í fyrsta soloflugið samkæmt reglugerð eru 12 flugstundir með kennara en yfirleitt fer það upp 15 flugtíma. Nemandi fer aldrei solo fyrr en kennari er fullviss um að hann sé hæfur til þess að gera allt sem þarf á eigin spýtur

Hvað þarf marga flugtíma fyrir einkaflugpróf?
Lágmarkstímafjöldi eru 45 flugtímar samkvæmt reglugerð, ekki er óalgegnt að útskrift sé í kringum 50 tíma.

Hvað tekur þetta langan tíma?
Bóklegt námskeið tekur um 10 vikur. Hægt er að klára verklegt nám á 3-6 mánuðum en það, Nemandinn ræður ferðinni sjálfur. Algengur tími er 6-12 mánuðir frá upphafi náms og þar til nemi útskrifast sem einkaflugmaður.

 

 

Hvaða bókleg próf þarf að taka ef skírteinið hefur runnið út í lengri tíma?
  Verklagsregla um kröfur á bóklegum prófum ef einkaflugmannsskírteini hefur runnið út í lengri tíma. 

Svæði

Innskráning

Kynning

  Flugskóli Akureyrar    |    Akureyrarflugvelli    |    Sími: 460 0300     |    flugnam[hjá]flugnam.is