Flugskóli Akureyrar

Námsbraut Bóklegt einkaflugmannsnám Tilgangur og lýsing Tilgangur námsins er að undirbúa nemendur fyrir bókleg einkaflugmannspróf hjá

Bóklegt Flugnám

Námsbraut Bóklegt einkaflugmannsnám
Tilgangur og lýsing Tilgangur námsins er að undirbúa nemendur fyrir bókleg einkaflugmannspróf hjá Samgöngustofu.
Lengd 100 kennslustundir. Staðnám eða fjarnám (uþb 10 vikur)
Inntökukröfur 16 ára aldur. Góð enskukunnátta kostur.
Námsgreinar
  • Lög og reglur um loftferðir 
  • Almenn þekking á loftförum
  • Mannleg geta og takmörk hennar
  • Veðurfræði
  • Flugleiðsaga
  • Verklagsreglur í flugi
  • Flugfræði
  • Fjarskipti
  • Afkastageta
Námsgögn

Kennslubækur fyrir einkaflugpróf, glærur, verkefni og annað efni frá kennara.

Kennslumat/kröfur Nemendur eru metnir með lokaprófi í hverju fagi. Lágmarksárangur er 75% í hverju fagi.
Réttindi Við útskrift frá skólanum öðlast nemandi rétt til að þreyta bókleg próf hjá Samgöngustofu.
Upprifjun/endurnýjun Vilji flugmenn rifja upp þekkingu sína í bóklegum fögum og undirbúa sig fyrir stöðupróf hjá Samgöngustofu, þá eru haldin bókleg upprifjunarnámskeið reglulega.

Svæði

Innskráning

Kynning

  Flugskóli Akureyrar    |    Akureyrarflugvelli    |    Sími: 460 0300     |    flugnam[hjá]flugnam.is