Flugskóli Akureyrar

Hvernig flugnám hefst Einkaflugmađur Best er ađ byrja á ţví ađ bóka kynnisflug međ ţví ađ hafa samband viđ Flugskóla Akureyrar, ţar fćrđu kynningu á

Hvernig byrja ég í flugnámi?

Hvernig flugnám hefst

Einkaflugmaður

Best er að byrja á því að bóka kynnisflug með því að hafa samband við Flugskóla Akureyrar, þar færðu kynningu á náminu og svör við þeim spurningum sem þú hefur.

Áður en námið hefst að fullu og í síðasta lagi fyrir fyrsta einliðaflug ( sólóflug ) þarf flugneminn að verða sér úti um heilbrigðisvottorð hjá tilnefndum fluglæknum.  Nánari upplýsingar um það má finna á síðunni Læknisskoðun.

Að því loknu gerir flugneminn námsmannasamning við Flugskóla Akureyrar. Þar með hefst nám til einkaflugmanns. Kennarinn flýgur með þér eftir fyrirfram samþykktu ferli fyrst um sinn og sendir þig svo eina(n) í æfingaflug þegar þú hefur náð nokkurri hæfni. Það er nefnt fyrsta einliðaflugið eða fyrsta sólóflugið. Við það öðlast flugneminn rétt til að fá flugnemaskírteini.

Flugnemi þarf að sitja bóklegt námskeið til einkaflugmanns, sem kennt er á kvöldin frá 19:00 til 22.00 og tekur um 10-12 vikur.

Þegar flugneminn hefur náð tiltekinni færni er komið að lokaprófi hjá prófdómara Flugmálstjórnar Íslands. 

Til að bóka kynnisflug vinsamlegast hafðu samband við afgreiðslu skólans í 460-0300 eða flugnam@flugnam.is

Svćđi

Innskráning

Kynning

  Flugskóli Akureyrar    |    Akureyrarflugvelli    |    Sími: 460 0300     |    flugnam[hjá]flugnam.is