Flugskóli Akureyrar
Tilgangur og lýsing
Markmið námsins er að þjálfa flugnema til að fljúga örugglega og nákvæmlega samkvæmt sjónflugsreglum.
Lengd
45 klst flugkennsla
Verklegt Flugnám
Tilgangur og lýsing |
Markmið námsins er að þjálfa flugnema til að fljúga örugglega og nákvæmlega samkvæmt sjónflugsreglum. |
Lengd |
45 klst flugkennsla að lágmarki. |
Inntökukröfur |
16 ára aldur. Nægileg enskukunnátta til að skilja flughandbækur. Nemendur þurfa að hafa gilt 1. flokks eða 2. flokks heilbrigðisvottorð. |
Námsgreinar |
- undirbúningur flugs, þar með talin ákvörðun massa og jafnvægis og skoðun og þjónusta flugvélar;
- flugvellir og umferðahringir, varúðarreglur og ráðstafanir til að forðast árekstur;
- stjórn flugvélar eftir kennileitum;
- flug á hættulega lágum flughraða, hvernig þekkja má og komast úr yfirvofandi eða fullu ofrisi;
- flug við hættulega háan flughraða, hvernig þekkja má og komast úr gormdýfu;
- flugtök og lendingar við eðlileg skilyrði og í hliðarvindi;
- flugtök við hámarksafkastagetu (stuttar flugbrautir og lítil hindranabil); stuttbrautarlendingar;
- flug eftir mælitækjum eingöngu, þar á meðal lokið við 180 gráðu lárétta beygju (flugkennari FI(A) eða flugþjálfakennari fyrir einstjórnarflugvélar (STI(A) mega stjórna þessari þjálfun);
- landflug eftir kennileitum, leiðarreikningi og leiðsöguvirkjum;
- flug í neyðarástandi, meðal annars líkt eftir bilunum í búnaði flugvélar; og
- flug til og frá flugvöllum með flugumferðarstjórn og í gegnum flugstjórnarsvið þeirra, fylgt reglum að því er varðar flugumferðaþjónustu, verklag í samskiptum og orðfæri.
|
Námsgögn |
Kennsluefni fyrir flugnemaskírteini, handbækur flugvéla. Kennsluáætlun fyrir einkaflugpróf og flugæfingar samkvæmt þjálfunarbók. |
Kennslumat/kröfur |
Nemendur eru metnir af flugkennara fyrir fyrsta einflug. Stöðugt endurmat á sér stað á meðan náminu stendur en þegar líður að lokum eru nemendur metnir og farið yfir öll helstu atriði færniprófs fyrir útgáfu einkaflugmannsskírteinis. |
Réttindi |
Nemendur öðlast rétt til að þreyta verklegt próf hjá Samgöngustofu. |
Upprifjun/endurnýjun |
Vilji flugmenn rifja upp þekkingu sína og færni í flugi og undirbúa sig fyrir stöðupróf hjá Samgöngustofu, þá eru hægt að bóka tíma með flugkennara sem útbýr áætlun í kjölfarið. |