03. maí 2020
Á morgun opnar flugskólinn á ný svo frá og með morgundeginum geta nemendur bókað flugtíma og klúbbmeðlimir geta bókað flugvél. Við minnum samt sem áður á að gæta ýtrasta hreinlætis, s.s. að spritta hendur við komuna í skýli 13 (það er spritt niður í anddyri). Einnig biðjum við nemendur um að hafa samband og afbóka sig í flugtíma við minnstu einkenni veikinda.