Í hverju felst Einkaflugnám?

Þegar þú hefur lokið einkaflugmannsnámi færðu réttindi til þess að fljúga með farþega og flugvél með allt að 5700 kg hámarksmassa. Einkaflugpróf er fyrsta skrefið til atvinnuflugnáms, einnig er einkaflug frábært áhugamál og er fjöldi manns á Íslandi sem hefur flug einungis sem áhugamál.

Námið okkar er hannað til að veita þér frábæra og ítarlega þjálfun sem uppfyllir þarfir hvers og eins.

Námið okkar samanstendur af kennslu bæði í kennslustofu og í flugvélum, þar sem þú lærir allt sem nauðsynlegt er til að verða öruggur og hæfur flugmaður.

Námið er hannað til þess að auka þína hæfni með hverri kennslustund og að lokum munt þú öðlast getuna til að stjórna flugvél upp á eginn spýtur.

Eftir að þú klárar námið verður þú að standast bæði bóklegt og verklegt próf hjá Samgöngustofu. Ef þú klárar það, færð þú heimild til að fljúga einkavél sem flugstjóri. Það er okkar markmið að tryggja að þú sért ekki bara undirbúinn til að taka og standast prófið, heldur að þú hafir þekkingu, hæfni og sjálfstraust til þess að fljúga vel og örugglega sem löggildur einkaflugmaður með gilt PPL skírteini.

Bókleg kennsla

Í bóklega hluta námsins munt þú takast á við níu fög sem veita þér þekkinguna sem þú þarft að hafa til þess að geta tekið og staðist bókleg einkaflugmannspróf. Bóklegri kennslu er skipt niður á tvær annir fyrir og eftir áramót og tekur um það bil 10 vikur hvor önn að klára hvora önn. Bóklegi hlutinn er metinn til eininga í framhaldskólum landsins.

  • Hér verður farið yfir reglugerðir og reglur sem gilda í flugi, þar á meðal alþjóðasamninga, loftrýmisflokkun, flugumferðarþjónustu, skráningu loftfara og leyfiskröfur. Það tryggir að flugmenn hafi góðan skilning á ábyrgð sinni og lagalegum skyldum meðan þeir starfrækja loftfar.

  • Siglingafræð hljómar eins og það sé í vitlausu námi en á íslensku er siglingafræði það sem við köllum á ensku “Navigation”. Hér verður farið yfir það að skilja og nota leiðsögutæki og kort. Þetta fag fjallar um efni eins og útvarps-leiðsögukerfi (radio aids), segul breytileika og flugplönun. Flugmenn nota þessa þekkingu til að fljúga á öruggan og nákvæman hátt á milli staða

  • Veðurfræði fjallar um veðurfyrirbæri og áhrif þeirra á flug. Þar er fjallað um samsetningu andrúmsloftsins, veðurkerfi, skýjamyndun, vindamynstur, skil, loftmassa og túlkun veðurupplýsinga og veðurspáa. Flugmenn þurfa þessa þekkingu til að taka upplýstar ákvarðanir varðandi flugplönun.

  • Þetta viðfangsefni fjallar um lífeðlisfræðilega og sálræna þætti sem hafa áhrif á frammistöðu fólks í flugi. Hér er farið yfir efni eins og mannlega þætti, ástandsvitund, streitustjórnun, ákvarðanatöku og áhrif hæðar, þreytu og streitu á frammistöðu flugmanna.

  • Afkastageta og áætlanagerð fjallar um efni sem tengjast afkastagetu flugvéla, þar á meðal flugtak, lendingu, klifur, og lækkun. Það felur einnig í sér eldsneytis áætlun, þyngdar- og jafnvægisútreikninga og notkun afkastakorta og taflna til að ákvarða getu flugvéla við mismunandi aðstæður.

  • Í þessu fagi verður fjallað um verklag og orðalag sem notað er í fjarskiptum milli flugmanna og flugumferðarstjórnar. Það fjallar um útvarpsaðgerðatækni, staðlaða orðafræði, neyðarsamskipti og verklagsreglur fyrir fjarskipti. Skilvirk samskipti skipta sköpum til að viðhalda öruggum og skilvirkum háloftum.

  • Hér verður farið yfir meginreglur fyrirbæra sem stjórna hegðun flugvéla á flugi. Við munum læra um lyftikraft, viðnámskraft, þrýsting og þyngd og áhrif stjórnflata á stöðugleika og afkastagetu flugvéla.

  • Í þessu fagi er lögð áhersla á grunninn á kerfum og vélum sem flugvélar notast við. Fagið nær yfir hannanir flugvéla, hreyfla, eldsneytiskerfi, rafkerfi og tæki. Flugmenn þurfa að skilja hvernig flugvélar þeirra virka og hvernig á að höndla hin ýmsu kerfi sem eru um borð í flugvélum

  • Þetta fag felur í sér að læra um staðlaðar verklagsreglur, reglur og samskiptareglur fyrir mismunandi stig flugs. Það nær yfir athuganir fyrir flug, fjarskipti, neyðaraðgerðir, takmarkanir loftfara og notkun gátlista (checklista). Þessi þekking tryggir öruggan og skilvirkan rekstur á öllum þáttum flugsins.

Verkleg kennsla

Til kennslu notumst við Piper PA38 og PA28 flugvélar sem hafa reynst frábærlega til kennslu. Kennarar okkar eru reyndir flugmenn með mikla þekkingu og reynslu og munu gera sitt allra besta að miðla þekkingu og reynslu sinni með þér.

Verkleg kennsla samanstendur af lágmark 45 flugtímum en eðlilegt er að nemendur fari nokkra flugtíma fram yfir lágmarkið. Flugtímarnir skiptast niður í 30 tíma með kennara, 10 tíma solo, 5 tíma cross country.

Þegar flugkennari telur nema vera orðinn nógu færan til að fljúga einan er hann sendur í solo, þ.e. þá fer nemandinn einn í loftið, en undir eftirliti kennara. Eftir það flýgur nemandi ýmist einn eða með kennara, en alltaf undir eftirliti kennara. Kennarinn ákveður hvaða æfingar flugneminn á að framkvæma í hvert skipti og kvittar fyrir í skírteini hans.

Nemandi þarf að vera orðinn 16 ára til að kennari megi senda hann í einflug (solo) og 17 ára til að mega þreyta einkaflugmannspróf en nemandi getur byrjað að læra flug hvenær sem er.

Hægt er að klára verklegt nám á 3-6 mánuðum en nemandinn ræður ferðinni sjálfur. Algengur tími er 6-12 mánuðir frá upphafi náms og þar til nemi útskrifast sem einkaflugmaður